21.08.2018

Bobby Charlton skólinn 2019

Ferð 2019: 29. júlí til 5. ágúst

Áætlað verð 2019:  frá 229.900 kr.-* á manninn.
*miðað við gengi á landpakka ISK gagnvart GBP 21.08.18.
 
Innifalið í verði:
Flug til MAN með Icelandair, flugv.skattar, flugv.akstur erlendis, gisting, fullt fæði (morgunmatur, hádegis- og kvöldverður), Bobby Charlton skólinn, skoðunarferð á leikvang, tívolíferð og íslensk fararstjórn.
 
Áætlaðir flugtímar: 
Mánud. 29. júlí: brottför með flugi Icelandair frá KEF kl. 8:00, áætluð lending í Manchester kl. 11:45.
Mánudagur 05. ágúst: brottför með flugi Icelandair frá MAN kl. 13:05, áætluð lending í Keflavík kl. 14.50.
 
 
Gisting:
Gist er á Travelodge Manchester Didsbury Hotel. Herbergin eru 4ra manna. Nánari upplýsingar um hótelið má sjá HÉR.
Einnig fylgir með rúmfatnaður, sjónvarp, baðherbergi og handklæði, fullt fæði (3 máltíðir á dag)
 
Þjálfarar:
Þjálfarar í Knattspyrnuskóla Bobby Charlton starfa hjá virtum knattspyrnufélögum í Englandi og Wales, m.a. hjá kvennaliði Swansea, Manchester City, Blackburn Rovers o.fl.. Þeir eru með gott tengslanet og með sambönd við fjölmörg félög á Bretlandseyjum.
Leikmenn sem sýna umtalsverða hæfileika og metnað, geta átt von á því að breskir atvinnuklúbbar vilji bjóða þeim að koma aftur til Englands til reynslu, ef forráðamenn eru því samþykir.

Mjög góð gisti-, fræðslu- og íþróttaaðstaða.
  
Keppt er í hæfileikakeppni skólans þar sem þátttakendur fá tækifæri til að bæta met David Beckham.
 
Farið er í skoðunarferð á leikvöll í nágrenninu, yfirleitt Anfield eða Old Trafford. Stundum er farið á völlinn, en það fer eftir framboði á góðum leikjum í Manchester eða nágrenni.
 
Einnig er nú innifalin ferð í skemmtigarð í tívolíið Blackpool Pleasure Beach.
 
Íslenskir fararstjórar fylgja hópnum alla ferðina.
 
Heimasíða skólans http://www.bcssa.co.uk fyrir frekari upplýsingar um skólann sjálfann.

 
Um 2.500 ánægð íslensk ungmenni síðan 1994 !
Fótbolti er forvörn !!!