16.08.2018

Knattspyrnuskóli Bobby Charlton 2019

Knattspyrnuskóli Bobby Charlton: 
 
Skráning í Knattspyrnuskóla Bobby Charlton 2019 er nú í fullum gangi. Ferðin verður 29. júlí til 5. ágúst.
Auk æfinga og fræðslu fara leikmenn í "tívolí", keilu, skoða leikvang, líklega Anfield eða Etihad (Man. City) og gera fleira skemmtilegt. Í fyrra léku stelpurnar tvo æfingaleiki gegn Man. Utd. og rúsínan í pylsuendanum var ferð á Wembley í London til að sjá Chelsea - Man. City í leiknum um Samfélagsskjöldinn, Charity Shield. Það er spurning hvort e-ð sambærlegt verði í boði í ár ?
Allir áhugasamir leikmenn í 3. og og 4. flokki velkomnir, bæði strákar og stelpur.

 
 
Aðal ferðin 2019, þ.e. hópur með íslenskum fararstjóra, verður 29/7-5/8, en aðrar dags. eru í boði fyrir knattspyrnulið. 
Hafið samband í síma 588 9900 eða sendið okkur línu á hopar@itferdir.is 
 
Nánari upplýsingar um ferðina og skólann má finna hér.
 
 
Gisting:
Gist er á Hotel Travelodge Manchester Didsbury, 4 saman í herb. Nánari upplýsingar um hótelið má sjá HÉR.
Rúmfatnaður, sjónvarp, baðherbergi og handklæði, fullt fæði (3 máltíðir á dag)

Mjög góð gisti-, fræðslu- og íþróttaaðstaða.
 
Keppt er í hæfileikakeppni skólans þar sem þátttakendur fá tækifæri til að bæta met David Beckham.
 
Innifalin er skoðunarferð á leikvöll í nágrenninu, yfirleitt Anfield eða Old Trafford.  
Boðið er aukalega upp á ferð í skemmtigarð, "tívolí".
 
Íslensk umsjón
 
.
Heimasíðan www.bcssa.co.uk  veitir upplýsingar um skólann.

Yfir 2.000 ánægð íslensk ungmenni síðan 1994 !
Fótbolti er forvörn !!!