07.08.2018

Árshátíðarferðir

Við höfum skipulagt mikið af árshátíðarferðum til útlanda undanfarin ár. Okkur finnst sú vinna virkilega skemmtileg og viljum gjarnan vinna fyrir og með starfsmannafélögum að topp ferð fyrir sanngjarnt verð.

Við getum séð um allan pakkann, frá a til ö, flug, gistingu, akstur, afþreyingu og árshátíðina; kvöldverð og skemmtun.

Við bjóðum uppá að fulltrúi/fulltrúar ÍT ferða komi með í ferð og hafi umsjón með þeirri þjónustu sem innifalin er svo ferðanefndin geti tekið fullan þátt í gleðinni. 
Pantið kynningu og við komum á staðinn eða tökum á móti ykkur á skrifstofu okkar og við förum yfir óskir ykkar og væntingar. Við s
jáum um skipulagningu og framkvæmd árshátíðarferðarinnar með og fyrir ykkur!

 

Ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum hopar@itferdir.is og könnum hvort við getum ekki saman búið til glæsilega árshátíðarferð.
Við hlökkum til að heyra frá þér/ykkur !