11.10.2017

ÍSLAND Á HM 2018 !

 
Draumurinn hefur ræst. Ísland verður á meðal 32ja þátttökulanda á HM í Rússlandi 2018.
 
 
 
 

 ÍT ferðir hafa í gegnum árin verið dyggur stuðningsaðili íslenskra landsliða, bæði úr stúkunni og með því að bjóða upp á vandaðar ferðir fyrir sanngjarnt verð fyrir þá einstaklinga og hópa sem vilja styðja íslensk landslið, í einstaka leikjum eða lokakeppni stórmóta.
HM í Rússlandi verður þar engin undantekning.
Við höfum unnið mikla forvinnu að svo miklu leyti sem það er hægt á þessum tímapunkti.
Dregið verður í riðla á HM, í desember og þá skýrist hvar, hvenær og við hverja íslenska landsliðið leikur.
Í framhaldinu verða settir saman ferðapakkar fyrir áhugasama hópa.
Settu hópinn þinn á lista yfir áhugasama með því að senda okkur nafn, netfang og áætlaðan fjölda á hopar@itferdir.is og fáðu sendar upplýsingar um ferðir á HM.

Áfram ÍSLAND ... alltaf ... alls staðar!