18.07.2017

Árshátíðarferðir - sérferðir - sérhópar

 
 

Auk æfinga- og keppnisferða fyrir íþróttahópa og áhorfendur á leiki íslenska landsliðsins o.fl. þá sérhæfum við hjá ÍT ferðum okkur í skipulagningu ferða fyrir alls konar sérhópa, s.s. kennara í námsferðir, kóra og lúðrasveitir í tónlistarferðir, frímúrara í menningarferðir o.m.fl.
Árshátíðarferðir fyrirtækja og starfsmannafélaga eru mjög stór þáttur í starfsemi okkar, sá næst-stærsti.


 Hafið endilega samband við okkur sem fyrst ef það er ferð á döfinni, næsta vetur eða 2018. 

ATH.: Við vinnum með helstu flugfélögum sem fljúga til og frá Íslandi, en langmest með Icelandair, enda er best að vinna hópa með því ágæta flugfélagi.
Við veitum topp þjónustu alla leið fyrir sanngjarnt verð. Þegar við segjum alla leið, þá meinum við alla leið ... þ.e. fulltrúi frá ÍT ferðum fer með í ferðina ef óskað er.
Sjá nánar um árshátíðarferðir og borgarferðir