10.10.2016

Generation Handball

 
Generation Handball er stolt okkar hjá ÍT ferðum þegar kemur að handboltamótum erlendis. Þessi frábæra handboltahátíð sem haldin er í Viborg á Jótlandi, næst 31/7 til 5/8 2017, hefur slegið í gegn hjá íslenskum leikmönnum, þjálfurum, fararstjórum og foreldrum þeirra liða sem tekið hafa þátt og nú stefnir í mjög góða þátttöku íslenskra liða næsta sumar.

Það sem einkennir þetta mót er að það er allt á sama stað; gisting, matur, leikir og afþreying.
Ferðir á Generation Handball 2017 eru:
30/7 til 6/8
31/7 til 7/8
Hafið samband strax til að tryggja flugsæti og ferð á mjög góðu verði!