03.10.2016

Færeyjar

Að minnsta kosti einu sinni á ævinni ....og síðan aftur og aftur

Söng- og skemmtiferðir til Færeyja 
Það er oft þannig að fólk leitar langt yfir skammt þegar velja skal skemmtilegan áfangastað til að heimsækja hvort sem það er ferð fyrir saumaklúbb, karlakór, starfsmannafélag eða annað.  Okkar næstu nágrannar, Færeyingar eru höfðingjar heim að sækja, gestrisnir og vingjarnlegir og eyjarnar fallegar.

Það tekur ekki nema 5 korter að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli til Vága í Færeyjum og þaðan er stutt til Tórshavnar sem er á stærð við Akureyri og ekki síður sjarmerandi en höfuðstaður Norðurlands.
 
Við hjá ÍT ferðum höfum skipulagt ferðir ýmis konar hópa til Færeyja, t.d. íþróttaferðir, árshátíðarferðir og kóraferðir svo eitthvað sé nefnt.  Vekjum sérstaka athygli á Færeyjarferð fyrir tónlistarhópa og getum með samstarfsaðilum okkar úr færeysku tónlistarlífi sett upp skothelt prógram fyrir kóra af öllum stærðum og gerðum.
Ólafsvakan er 28.- 29. júlí og það er einstök upplifun sem aldrei gleymist að vera á þjóðhátíð þessara frænda okkar og vina.
 
Öðruvísi og ógleymanlegar ferðir til Færeyja, með ÍT ferðum.
 
Upplýsingar og bókanir á hopar@itferdir.is eða í síma 588 9900