12.06.2013

Útivistar og ævintýraferð - Nepal 2015

Einstök upplifunarferð til Nepal haustið 2015

ÍT ferðir bjóða fjölþætta útivistar– og ævintýraferð til Nepal haustið 2015, ef þátttaka verður næg (10 manns). Hálfsmánaðar ferð sem lætur engan ósnortinn.

Áætlað verð: frá kr. 525.000 m.v. 10 manna hóp   
(og með fyrirvara um verðbreytingar)
Frábær ferð sem ekki mun gleymast!

 


Ótrúleg ævintýraferð sem boðið er upp á; m.a. útsýnisflug um mörg helstu fjöll Himalaya, þar á meðal Everest, flúðasiglingu á ánni Bhotekoshi, náttúruskoðun í Nagarkot, menningar- og útsýnisferð í Pokhara með bátsferð á Fewa Lake, gönguferð í Himalayafjöllunum, safarí ferð í Chitwan þjóðgarðinum.

FERÐAÁÆTLUN
D1. Flogið til Kathmandu
D2. Útsýnisflug yfir Mt. Everest og aðra tinda. Einnig farið í skoðunarferð í Kathmandu.
D3. Gist í tjaldbúðum á The Last Resort. Farið í flúðasiglingu.
D4. Bátsferð á Bhotekoshi. Akstur til Nagarkot, þorp í 2195 metra hæð og þaðan er talið veraeitt besta útsýni yfir hluta Himalaya fjalla, svo sem Annapurna , Langtang og fleiri tinda.
D5. Akstur frá Nagarkot til Pokhara
D6. Skoðunarferð um Pokhara og svæðið í kring.
D7. Keyrt til Nayapul og gengið að Ghandruk (1980m):
D8. Gengið frá Ghandruk til Pothana.
D9. Gengið frá Pothana til Phedi. Keyrt til Pokhara
D10. Akstur frá Pokhara til Chitwan þjóðgarðsins sem er einn af bestu stöðum í Asíu til að skoða dýralíf
D11. Dagur í Chitwan þar sem hægt er að fara í siglingu á kanó, fuglaskoðun, náttúruskoðun, heimsækja ræktunarstöð fíla, heimsókn í þorpið Tharu þar sem innfæddir kynna menningu sína, fíla safarí, krókódílaskoðun.
D12. Keyrt frá Chitwan til Kathmandu
D13. Flogið heim
 
INNIFALIÐ: Flug, flugvallarskattar og allur annar akstur, öll gisting, morgunverður, skoðunarferðir, útsýnisflug, aðgangseyrir þar sem hans er krafist, og fleira og fleira og fleira.
 
EKKI INNIFALIÐ: Drykkir, þjórfé, hádegis– og kvöldmatur í Kathmandu, Nagarkot og Pokhara
 
FARARSTJÓRI: Ekki ákveðið
Lágmarks þátttaka í ferð er 10 manns.
 
ÆVINTÝRAFERÐ SEM ALDREI MUN GLEYMAST
 
 
 
ÍT ferðir
Sími 588 9900
itferdir@itferdir.is
www.itferdir.is