Umsagnir

45 manna starfsmannaferð til Dublin mars 2019

„Frábær ferð og þjónusta hjá ÍT ferðum. Gott að eiga samskipti við ferðaskrifstofuna. Öllum tölvupóstum svarað mjög fljótt og skipulagning ferðarinnar var til fyrirmyndar. Engir hnökrar á því á neinn hátt. Almenn ánægja hjá öllum þátttakendum” 

 

Boltaferð til Liverpool – Meet the Legends
Liverpool – Arsenal 5-1

„Þjónusta ÍT ferða var frábær.   
Þetta var fullkomin ferð, frábær í alla staði og munum við feðgar klárlega fara aftur, því þetta var svo gaman. Fólk í Liverpool er mjög almennilegt og þar snýst allt um fótbolta; fólk lifir fyrir félagið.”

  

Karlakórinn Lóuþrælar
Söng- og skemmtiferð til Færeyja

„Við gistum á Hotel Föroyar, flott hótel og yndislegt starfsfólk.
Farið var til Götu í söngferð og skoðunarferð til Gjógv, frábærar ferðir + Ólafsvakan, allur pakkinn! Öll samskipti okkar við Hörð, Hannibal og Írisi hjá ÍT ferðum voru með miklum ágætum. Mjög þægilegt fólk sem alltaf var tilbúið til þjónustu.
Allt í sambandi við þessa ferð var plúsmegin.Til dæmis má nefna rútubílstjórann okkar sem var mjög góður, bílhræddasta fólkið í hópnum fann ekki fyrir þeirri veiru undir hans handleiðslu, slíkt var öryggið.
Þá má ekki gleyma þeirri sérstöku upplifun að vera áhorfandi og þátttakandi í Ólafsvöku þeirra Færeyinga, slíkt gleymist ekki.
Frábær ferð þar sem allt gekk eins og áætlað var, undir styrkri stjórn starfsfólks ÍT ferða. Þúsund þakkir fyrir.”
– Rafn Benediktsson, formaður karlakórsins Lóuþrælar í Húnaþingi

 

Æfinga- og keppnisferð til Albir á Spáni,
– Knattspyrnuferð Fjölnis, 14 ára piltar og fjölskyldur

„Hópurinn sem fór út var um 56 manns, 38 strákar ásamt fararstjórum, þjálfurum og öðru góðu fylgdarliði. Allt gekk vel upp, Albir Garden er fínt hótel með flottan sundlaugargarð.  Albir er rólegur bær og mjög gott að vera með krakka á þessum stað. Vellirnir sem við fengum voru mjög góðir en smá ganga var á grasvellina.   
Annars voru allir mjög sáttir og allt sem lagt var upp með stóðst alveg.  Foreldrar sem komu með hópnum og gistu á öðru hóteli voru líka mjög ánægðir með þjónustuna hjá ÍT ferðum. Frábær Fjölnisferð til Albir. Ég mæli með ÍT ferðum og þessum stað fyrir æfingaferðir.
PS. Gleymdi einu. Eins og sæmir sönnum Íslendingi þá verð ég að minnast á veðrið. Það var auðvitað algjör snilld, 28 gráður og sól alla daga, verður ekki betra.“
Guðmundur L Gunnarsson, fararstjóri og foreldri

 

Knattspyrnumótið Vildbjerg Cup í Danmörku,
-3. fl. kv. Höttur 

„Við flugum til Billund og fórum í rútu til Vildbjerg.  Vildbjerg er mjög krúttlegur bær og nánast allir garðarnir fullir af blómum, allir runnarnir fallega snyrtir og þar er nánast allt hellulagt.  Við gistum í Vildbjerg sportcentre og þar er mjög flott og góð aðstaða.  Til að byrja með vorum við í herbergi með fimm kojum og gistum tíu þar saman. Síðar fórum við í annað herbergi og þar voru fjögur einbreið rúm, flatskjár og baðherbergi. Við tókum sértaklega eftir því hvað allt var snyrtilegt og hreint.  Maturinn var mjög góður, sérstaklega morgunmaturinn, alltaf vel útilátið og flott borið fram.  Vellirnir í Vildbjerg eru flottustu vellir sem ég kem spilað á, allir fagurgrænir og sléttir. Mér fannst mjög gaman á mótinu og allar stelpurnar í liðinu eru sammála mér að Vildbjerg er sérstaklega fallegur með frábærri aðstöðu til að spila fótbolta. Flestar vildu ekki fara heim og höfðu orð á því að þær vildu helst búa í Vildbjerg.  Takk fyrir frábært mót og góða skipulagningu!“
– Móeiður Klausen, 15 ára leikmaður Hattar Egilsstöðum.  

 

Æfinga- og keppnisferð til Albir,
-m.fl. kv. Sindri, Hornafirði

“Langar að þakka ykkur fyrir mjög góða ferð.  Vorum mjög ánægð og skemmtum okkur konunglega, ekki við öðru að búast”
– Sindri Ragnarsson, þjálfari m.fl.kv. Sindra

“Ég var mjög ánægð með þessa ferð okkar.  Allt gekk vel og hópurinn þjappaðist vel saman.  Starfsfólk ÍT ferða sem og Albir Garden var mjög hjálpsamt og til í að aðstoða okkur við allt.  Við fengum að ráða okkur mikið sjálf og ekki föst við einhverja dagskrá sem var mjög þægilegt.
Sandra Rán, Sindra Hornafirði

 

,,Það er greinilega vel að öllu staðið og ykkur til mikils sóma.”

Ferð í fótboltaskóla Bobby Charlton,

“Nú er drengurinn kominn heim úr fótboltaskólanum, sæll og glaður.  Hann var mjög ánægður með ferðina, alla aðstöðu og þá starfsmenn sem að þessu komu bæði fararstjóra og þjálfara.  Það er greinilega vel að öllu staðið og ykkur til mikils sóma.  Hann hefði alveg getað hugsað sér að vera lengur.  Ég ítreka að drengurinn er alveg í skýjunum með þessa ferð og mun ég mæla með þessu við alla þá sem vilja vita um skólann”
– Úlfar Steindórsson, foreldri og ÍR-ingur 

Þessi ferð verður örugglega besta lífsreynsla sem ég hef og mun upplifað, hverra krónu virði og er að pæla að fara aftur. Frábær þjónusta og allt var bara geggjað
– Íris Eir Ægisdóttir, leikmaður frá Grindavík 

 

Æfinga- og keppnisferð til Albir á Spáni,
– Ferð 4.flokks karla og kvenna hjá Víði Garði

“Ferðin hjá okkur var frábær. Allt gekk upp frá A-Ö og krakkarnir voru ofsalega ánægð og sátt er þau komu heim. Þessi ferð mun lifa í minningu þeirra fram á fullorðinsárin og við farastjórar og þjálfari munum eiga mjög góða minningu um þessa ferð með 4. flokk karla og kvenna í Víði. Æfingar, leikir, skemmtigarðar, hótelgarðurinn, maturinn; þetta var allt frábært. Albír mun eiga núna sess í okkar huga.
Takk kærlega fyrir okkur og munum við mæla með ykkur til verðandi 4. flokks karla og kvenna í Víðir.”

– Farastjórar 4. flokks Víðis í Garði

  

Ferð til Åbo, Finnlandi,  -St. Andr. Hekla

“Fyrir hönd okkar í ferðanefnd St. Andr. Heklu vil ég færa þér og samstarfsfólki þínu okkar bestu þakkir fyrir ykkar framlag við ógleymanlega ferð til Åbo. Allt sem þið sáuð um stóð eins og stafur á bók. Sérstaklega viljum við þakka fyrir jákvætt viðmót og allan lipurleika og hjálpsemi við undirbúninginn.”
– Sigmundur Örn Arngrímsson

  

Ferð á Gautaborgarmótið í körfubolta,
– 9. fl. kv. Njarðvík

“Ferðin var í alla staði alveg frábær, vel skipulögð, tímasetningar á mótinu standast allar.  Gistingin var mjög fín, gistum á Scandic Opalen, sem er vel staðsett hótel.  Mótið var mjög fínt hörkuleikir sem stelpurnar fengu og skipulagið á þessu móti er alveg til fyrirmyndar. Liseberg tivolíið er alveg frábær garður sem er alveg hægt að fara í oftar en einu sinni, og krakkarnir fá aldrei nóg af honum.  Þjónusta ÍT ferða var alveg til fyrirmyndar, alveg sama hvaða erindi við bárum upp það var allt gert fyrir okkur sem hægt var. Mælum hiklaust með þessu þegar svona hópar eru að fara. T.d. þegar við vorum á heimleið þá voru tafir vegna öskufalls en það kom ekki að sök því ÍT ferðir voru í sambandi við okkur og gerðu allt sem þeir gátu gert til þess að þetta færi á sem bestan hátt sem það gerði.  Mæli hiklaust með þessu móti er búin að fara 2x sinnum á þetta mót og bæði skiptin mjög ánægð. Stelpurnar voru alveg í skýjunum líka.”
– Bylgja Sverrisdóttir, þjálfari.

 

,,Þetta mót er frábært fyrir lið sem eru að leita að körfubolta og skemmtiferð”.

Ferð á EuroBasket á Spáni,
– 9. og 10. fl. kv. frá Keflavík

“Þessi ferð var í alla staði gríðarlega vel heppnuð. Ég hef farið í þó nokkrar keppnisferðir á mínum ferli og mun þessi ferð standa upp úr hjá mér. Þetta mót er frábært fyrir lið sem eru að leita að körfubolta og skemmtiferð.  Mótið var mjög skemmtilegt. Við fengum 5 leik og þar af voru 3 leikir alveg hörkuleikir. Á staðnum er alveg helling í boði, við fórum í vatnsrennibrautagarð og það var mjög gaman.  Lítill og góður bær til að fara með svona hóp. Fín aðstaða í bænum og aldrei langar vegalengdir, allt í göngufæri.  Þjónusta ÍT ferða var frábær! Samskiptin við þá voru mjög góð og allt sem þeir sögðu stóðst.”
– Erla Reynisdóttir, þjálfari

 

,, …algjört snilldar mót”

Ferð á Göteborg Basketball Festival,
– 9.fl. Njarðvíkur

“Sæl öll!
“Ferð okkar með 9.flokk UMFN til Gautaborgar var frábær. Mótið er alltaf að verða betra og betra og allt skipulag til fyrirmyndar. Hiklaust mæli ég með þessu og að við förum í það á fullt að markaðsetja mótið fyrir næsta vetur. Fleiri lið ættu hiklaust að skella sér þarna enda algjört snilldar mót. Það stóðst allt sem þið lögðuð upp með og þjónustan var frábær. 
Eigið hrós skilið og sendi ég ykkur þakkir og heillaóskir frá 9.flokki UMFN pilta. Þúsund þakkir” 
– Örvar Þór Kristjánsson

  

,,.. allir töluðu um að allt skipulag hafi gengið eins og smurt…við erum ekki vön því”.

Námsferð kennara til Liverpool

“Það gekk allt frábærlega vel. Móttökurnar í skólunum fóru fram úr okkar björtustu vonum og þessir skólar virkilega lögðu sig fram við að sýna okkar allt sem þeir hafa upp á að bjóða. Við sáum margt mjög athyglisvert því þessir skólar eru mjög ólíkir. Hótelið er á frábærum stað og skemmtilegt fyrir hópa að vera þar, því nóg var plássið á ganginum. Rúturnar voru alltaf á tíma og allir töluðu um að allt skipulag hafi gengið eins og smurt…við erum ekki vön því.” 
-Inga María, kennari Rimaskóla
 

 

,,… allt gekk bara 100% upp”.

Boltaferð 
“Ég vil bara þakka fyrir okkur. Það voru allir mjög ánægðir með þessa ferð þó að úrslitin í sumum leikjum hefði mátt vera betri. En það voru allir ánægðir með allt í ferðinni og allt gekk bara 100% upp. Menn voru meira að segja það glaðir að sumir vildu fara að skipuleggja næstu ferð í flugvélinni til baka. Allir komu heim ánægðir en þreyttir. Takk kærlega fyrir alla hjálpina.” 
– Auðunn Gunnar Eiríksson, Hönnun – Starfsmannahald 

 

“Okkur finnst eins og við höfum gefið þeim gull,”

Bobby Charlton fótboltaskólinn
“Komið þið sæl og blessuð kæra starfsfólk ÍT ferða. 
Okkur langar til að þakka ykkur kærlega fyrir börnin okkar tvö sem fóru með ykkar fólki í Bobby Charlton knattspyrnuskólann. Hvílík gleði, allt frábært; góður staður, frábærir þjálfarar (húmorinn í góðu lagi) og fótboltamömmurnar ferlega góðar. Þetta var bara tær snilld eins og þau segja. Þessa ferð fengu þau í fermingargjöf frá okkur. Okkur finnst eins og við höfum gefið þeim gull, því þau voru svo ánægð. 
Hafið kærar þakkir fyrir” 
Jóna Sigurðardóttir og Ólafur Róbertsson