Í fótspor Guðríðar
Í júní bjóðum við upp á einstaka sögu- og menningarferð til Alsír og Marseille, í fylgd Steinunnar Jóhannesdóttur rithöfundar sem skrifaði Reisubók Guðríðar. Dags. ferðar er 1.-9. júní og það eru örfá sæti laus.
Ekki missa af þessari ferð. Það er mjög ólíklegt að hún verði endurtekin!

Við förum í fótspor Guðríðar og fjölmargra Íslendinga sem 1627 var rænt frá Vestmannaeyjum og víðar og seldir sem þrælar og ambáttir í "barberíinu" í Alsír.
Sjá nánari upplýsingar og ferðatilhögun hér á síðunni undir Sögu- og menningarferðir.