Frábærlega heimilislegt að búa á “KRÁ” og Joe og hans fólk lætur mann algjörlega gleyma því að gistingin sé ekki sú besta í bænum.
 
„Meet the legends” hlutinn: Algjörlega frábært að hitta Phil Thompson; maðurinn er stórskemmtilegur og hafsjór af fróðleik.  Upplifun að fá að hitta svona stórt nafn frá Liverpool.
 
Þjónusta ÍT ferða var flott og sömuleiðis öll þjónustan erlendis: Allir bílstjórar sem að keyrðu okkur til og frá flugvelli og á Anfield alveg frábærir. Joe og hans folk á kránni algjörir snillingar. 
 
Aksturinn á flugvöll og á leikinn, alveg meiriháttar að hafa bíl til að komast til baka af leiknum. Þrátt fyrir að gistingin væri ekki frábær þá var staðsetningin góð og dvölin á hótelinu frábær þar sem allt starfsfólk og andrúmsloft á hótelinu (kránni) var alveg frábært. Í raun passar þessi gisting alveg 100% fyrir svona ferð.  Góður matur á kránni hjá Joe (kemur skemmitlega á óvart).  Liverpool er frábær borg þar sem að hægt er fara fínt út að borða á sanngjörnu verði og verð í verslunum er lægra en maður þekkir t.d. frá London. Klárlega borg sem hægt er að fara með fjölskylduna í gott frí.  
 
Heildarmat á ferðinni/umsögn: Frábær ferð, leikurinn, fólkið og í raun gistingin, allir í mínum hóp eru farnir að ræða um næstu ferð. 
 
Einar Þór Magnússon, Samsung setrið – Bræðurnir Ormsson í feb. 2014