Sérferðir og sérhópar

Fyrir hvers konar sérhópa og viðburði
 
Til sérferða teljum við hópferðir sem ekki rúmast undir öðrum ferðaflokkum.
Sérferðir geta verið árshátíðarferðir, borgarferðir, kóraferðir, námsferðir kennara, tónleikaferðir, endurfundir ("reunion") og margt fleira.
 
Einnig taka ÍT ferðir að sér að skipuleggja alls konar ferðir fyrir alls konar hópa.  Ef þinn hópur vill fara í skemmtilega ferð til útlanda skaltu hafa samband við okkur og við sjáum um allt skipulag, í samráði við hópinn.

Þið ráðið hvert.  Við sjáum um rest.
28.08.2017

Ferðir á enska boltann 2017/2018

Enski boltinn rúllar enn eitt árið og við hjá ÍT ferðum verðum með nokkrar ferðir til Liverpool þar sem hægt verður á sjá Liverpool FC eða Everton FC spila.
 
Verð ferðanna er frá 115.500 kr.- á mann í 2ja manna herbergi. Innifalið flug með Icelandair til og frá Manchester, gisting í þrjár nætur með morgunverði og miði á leik.
 

 
Lesa meira
3.10.2016

Færeyjar

Að minnsta kosti einu sinni á ævinni ....og síðan aftur og aftur

Söng- og skemmtiferðir til Færeyja 
Það er oft þannig að fólk leitar langt yfir skammt þegar velja skal skemmtilegan áfangastað til að heimsækja hvort sem það er ferð fyrir saumaklúbb, karlakór, starfsmannafélag eða annað.  Okkar næstu nágrannar, Færeyingar eru höfðingjar heim að sækja, gestrisnir og vingjarnlegir og eyjarnar fallegar.
Lesa meira
25.06.2015

Á eigin vegum um Jakobs veginn

Hentar hópferð okkar um Jakobsveginn þér ekki?
Við erum með  fjórar mismunandi gönguferðir um Jakobsveginn fyrir einstaklinga og litla hópa í samráði við samstarfsaðila okkar á Spáni.
 
Hægt er að bóka pakkann án flugs hjá okkur.
Lesa meira