Árshátíðarferðir

Árshátíðarferðir - Skemmtiferðir
Við bjóðum sem fyrr upp á fjölbreytt úrval af árshátíðar- og skemmtiferðum til ýmissa borga í Evrópu. Vinsælustu borgirnar síðustu árin hafa verið Glasgow, Liverpool, Amsterdam og Berlín en ÍT ferðir hafa einnig skipulagt ferðir til Edinborgar, Manchester, Belfast, Dublin, Stokkhólms, Helsinki, Parísar, Stuttgart, Barcelona, Madrid o.fl.
 
Krydd í helgarferðir: Margir vilja krydda árshátíðar- eða skemmtiferðina með því að fara á fótboltaleik, á tónleika eða á söngleik. Hafið samband og leitið tilboða!
  
ÍT ferðir; sími 588 9900, hopar@itferdir.is
7.08.2018

Árshátíðarferðir

Við höfum skipulagt mikið af árshátíðarferðum til útlanda undanfarin ár. Okkur finnst sú vinna virkilega skemmtileg og viljum gjarnan vinna fyrir og með starfsmannafélögum að topp ferð fyrir sanngjarnt verð.

Við getum séð um allan pakkann, frá a til ö, flug, gistingu, akstur, afþreyingu og árshátíðina; kvöldverð og skemmtun.

Við bjóðum uppá að fulltrúi/fulltrúar ÍT ferða komi með í ferð og hafi umsjón með þeirri þjónustu sem innifalin er svo ferðanefndin geti tekið fullan þátt í gleðinni. 
Pantið kynningu og við komum á staðinn eða tökum á móti ykkur á skrifstofu okkar og við förum yfir óskir ykkar og væntingar. Við s
jáum um skipulagningu og framkvæmd árshátíðarferðarinnar með og fyrir ykkur!

 
Lesa meira
30.09.2015

Borgarferðir

Áratuga reynsla í skipulagningu borgar- og boltaferða til Glasgow, Manchester, Liverpool, Belfast, Dublin, Amsterdam, Helsinki o.fl.
Auk ferða til allra borga sem íslensk flugfélög fljúga til, getum við sett upp ferðir fyrir stóra hópa í leiguflugi.
Öll þjónusta í tengslum við árshátíðarferðir, fyrir smærri sem stærri hópa. Leitið tilboða - það kostar ekkert!
Lesa meira